Sport

Vill ekki setja Rússa í bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jónas Egilsson.
Jónas Egilsson. Vísir/Daníel
„Persónulega myndi ég ekki vilja setja Rússana í bann,“ segir Jónas Egilsson, en eins og fram kemur hér vill Alþjóðalyfjaeftirlitið að Rússum verði meinuð þátttaka í Ólympíuleikunum í Ríó.

„Við værum að refsa framtíðinni fyrir það sem fortíðin gerði,“ segir hann. „Það sem þarf að gerast er að Rússar verði samvinnuþýðir og lagi kerfið hjá sér. Almenningur verður að trúa því að kerfið í Rússlandi virki eins og ég held að flestir trúi að kerfið hjá okkur, Norðurlöndunum og almennt á Vesturlöndum virki. Rússar þurfa nýja þjálfara og nýja forystu.“

Hann telur að bann muni ekki gera neitt nema ala á frekari ofsóknarkennd Rússa í garð Vesturlanda. „Það að setja bann á Rússana forherðir þá bara í þessari ofsóknarkennd sem auðvelt er að ala á, að Vesturlandabúar vilji Rússum allt illt.“

Sjá ítarlegra viðtal við Jónas um lyfjahneykslið í frjálsíþróttaheiminum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg

Jónas Egilsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri FRÍ, segir skýrslu um kerfisbundna lyfjamisnotkun Rússa í frjálsíþróttum ekki koma sér á óvart. Hann hefur rætt þetta við æðsta mann Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×