Erlent

Vill ekki að Trump vinni með demókrötum

Samúel Karl Ólason skrifar
Paul Ryan, leiðtogi þingmanna Repúblikana.
Paul Ryan, leiðtogi þingmanna Repúblikana. Vísir/EPA
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vinni með þingmönnum Demókrataflokksins að því að ná fram endurbótum á heilbrigðiskerfi ríkisins.

Ryan sagðist óttast að Repúblikanaflokkurinn, sem tókst ekki að ná fram eigin hugmyndum um heilbrigðiskerfið í síðustu viku, hefði ýtt Trump frá sér.

Hann myndi nú leita til demókrata til þess að standa við kosningaloforð sín.

„Ég vil ekki að það gerist,“ sagði Paul Ryan í viðtali samkvæmt Reuters.

Trump hefur sagt að demókratar muni vilja semja á endanum. Enginn þeirra studdi breytingar repúblikana, en hann segir að heilbrigðiskerfið, eins og Barack Obama setti það upp, muni á endanum „springa“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×