Erlent

Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
John Bercow er forseti neðri deildar breska þingsins.
John Bercow er forseti neðri deildar breska þingsins. vísir/epa
John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. Þetta sagði hann á þingi í dag við mikinn fögnuð þeirra þingmanna sem viðstaddir voru í salnum.

Hlutverk Bercow er ekki pólitískt og hann áréttaði að hann gæti ekki komið í veg fyrir að Trump myndi heimsækja Bretland. Hins vegar gæti hann beitt áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir að forsetinn myndi ávarpa þingið.

Bercow sagði að það sem hann kallaði innflytjendabann Trump hefði gert útslagið en tilskipun forsetans felru það í sér að ríkisborgarar frá sjö löndum þar sem múslimar eru í meirihluta fá ekki að koma til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði.

„Við metum samband okkar við Bandaríkin mikils. Ef það kemur til heimsóknar þá er hún ekki undir mér komin. En hvað varðar þennan stað, þingið, þá finnst mér að andstaða okkar við rasisma og kynjamisrétti og stuðningur okkar við það að allir séu jafnir fyrir lögum og rétti séu mikilvægir þættir í neðri deild breska þingsins,“ sagði Bercow í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×