Innlent

Vill ákvæði í stjórnarskrá um að karl og kona skiptist á að vera forseti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Elísabet Jökulsdóttir.
Elísabet Jökulsdóttir. vísir/ernir
Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi vill jafna kynjaskiptingu í embætti forseta Íslands. Þá eigi forseti ekki að sitja lengur en í tvö kjörtímabil.

Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík þar sem umræðuefnið var stjórnarskrá Íslands. Elísabet sagðist nokkuð sátt við stjórnarskrána, en að í hana vanti ákvæði um kynjaskiptingu í embættið.

„Ég er svo stolt af þessari stjórnarskrá þannig að mér finnst að við ættum að gera allt til þess að samþykkja hana. En mér finnst kannski eitt vanta og það er að karl og kona skiptist á að vera forseti og að við höfum kynjaskiptingu,“ sagði Elísabet á fundinum.

Elísabet sagðist eiga átta ömmustelpur og að hrikalegt sé að hugsa til þess að þær alist upp í svo karllægu samfélagi. Tók hún sem dæmi að þær alist upp við Jesú á jólunum og að helst vilji hún að Jesú skiptist á að vera karl og kona.

„Mér finnst stundum á þessari vegferð minni hér að mig hefur stundum langað til að hafa átján konur, þessar sem drekkt var í Drekkingarhyl, og hafa þær bara sem forseta. Það er alltaf hópurs em skilar mestu til samfélagsins. [..] Hvað ef ég hefði bara sautján aðrar konur sem væru til í að athuga með börn í þessu landi sem eru að fremja sjálfsmorð, sem eru að deyja úr kvíða. En þetta er fjarlægur draumur. En þúsund manns í  Laugardalshöllinni – átján konur á Bessastöðum – þetta er allt sami draumurinn, þetta er alveg hægt. Kannski verður þetta einhvern tímann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×