Innlent

Vill aðgerðaráætlun gegn fordómum

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Full þörf er á aðgerðaráætlun gegn fordómum að mati formanns hverfaráðs Breiðholts. Fordómar af ýmsum toga séu algengir í hverfinu og snúi

bæði að innflytjendum og fólki sem stríði við félagsleg vandamál.

Í Breiðholti er mikið fjölmenningarsamfélag þar sem margbreytileikinn er mikill. Formaður hverfisráðsins, Nichole Leigh Mosty, segir mikilvægt að vinna gegn fordómum ýmis konar sem margir upplifi. Á leikskólanum sem hún er leikskólastjóri á er til að mynda talað 27 tungumál og segir Nichole mikilvægt að efla fjölbreytileikann og leyfa fólki að vera stolt af uppruna sínum.

„Ég starfa í leikskóla þar sem 80 prósent barna og foreldra þeirra eru af erlendum uppruna og hef verið að vinna í þeirra málefnum. Upplifað ýmislegt þar sem þeim er mætt með óréttmæti. Í þeirra starfi og gagnvart kerfinu, eða þau upplifa það. Mé finnst í hverfi þar sem við erum svo mörg innflytjendur, þegar ég tala um fordóma þá á ég líka við annars konar fordóma, eins og félagslegar aðstæður," segir Nichole.

Hún segir mikilvægt að nýta margbreytileikann til að bæta og breyta ímynd hverfsins. Sjálf hefur hún upplifað fordóma en þeir geti komið fram á ýmsa vegu.

„Til dæmis um daginn var ég í sundi með barnið mitt og var að tala ensku við barnið mitt. Þar var kona sem færði sig frá mér og greinilega gerði sér ekki grein fyrir því að ég tala íslensku. Hún segir: Helvítis útlendingur, ætti að kenna börnunum sínum allavega íslensku.“

Sonur minn talar reiprennandi samhliða íslensku og ensku. Þetta er eitthvað sem fólk upplifir mjög oft. Ef það er út í búð að tala sitt tungumál að fá þessi viðbrögð. Fólk vill vinna við sitt móðurmál en fær ekki stuðning við það,. Það er eitthvað sem við ættum að geta unnið betur með."

Nichole vill að unnið sé markvisst að því að bæta þessi mál. „Þegar fólk er að flytja í nýtt hverfi og það þarf á stuðning að halda en það fær frekar gagnrýni og leitað eftir persónulegum upplýsingum. Ég vil ekki sjá svona, við viljum sjá fólk vinna saman og styðja við hvort annað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×