Innlent

Vill að þjóðin sameinist um að koma ríkisstjórninni frá

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/gva
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, bíður spennt eftir væntanlegu áliti Umboðsmanns Alþingis um störf fyrrverandi innanríkisráðherra og kallar forsætisráðherra þjóðræknisráðherra í grein sem nefnist Komum þeim frá! og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag.

Í greininni telur hún upp hin ýmsu störf einstakra ráðherra það sem af er kjörtímabili og sleppur enginn þeirra við gagnrýni. Hún segir heilbrigðisráðherra hafa stóraukið álögur á sjúklinga og standa nú ráðalausan frammi fyrir fyrsta læknaverkfalli Íslandssögunnar.

Menntamálaráðherra ætli að meina fólki eldra en 25 ára um framhaldsskólavist, sjávarútvegsráðherra flytur stofnanir milli landshluta af því bara og forsætisráðherra boði annarlega rökhyggju sem felist helst í því að kalla alla sem gagnrýna hann kjána.

Fólk hafi hingað til ítrekað safnast saman og mótmælt á Austurvelli og í niðurlagi greinarinnar biðlar þingmaðurinn til þjóðarinnar að sameinast á árinu 2015 um að koma ríkisstjórninni frá völdum.

Líkt og áður segir er hægt að lesa grein Sigríðar í heild sinni á Vísi. 


Tengdar fréttir

Komum þeim frá!

Reglulega safnast fólk saman á Austurvelli því ríkisstjórnin fer svo illa með umboð sitt. Verk ráðherranna einkennast af lélegum undirbúningi, flausturslegum vinnubrögðum og frekjulegri framsetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×