Viðskipti erlent

Vill að Rússar selji olíu í rúblum

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín lét skoðun sína í ljós í heimsókn sinni á Krímskaga í gær.
Vladimír Pútín lét skoðun sína í ljós í heimsókn sinni á Krímskaga í gær. Vísir/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar eigi að stefna að því að selja þá olíu og gas sem þeir framleiða í rússneskum rúblum, ekki bandarískum dölum líkt og nú er gert.

Í frétt Reuters kemur fram að forsetinn segi einokun Bandaríkjadals á orkumarkaði skaða rússneskan efnahag. „Við ættum að fara varlega í sakirnar. Við ræðum nú við nokkur ríki um að versla í innlendum gjaldmiðlum,“ sagði Pútín í gær í heimsókn sinni á Krímskaga sem Rússar innlimuðu fyrr í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×