Erlent

Vill að Nýsjálendingar kjósi um nýjan fána

Atli Ísleifsson skrifar
Á núverandi fána Nýja-Sjálands er að finna breska fánann, ásamt fjórum rauðum stjörnum Suðurkrossins á bláum fleti.
Á núverandi fána Nýja-Sjálands er að finna breska fánann, ásamt fjórum rauðum stjörnum Suðurkrossins á bláum fleti. Vísir/AFP
John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að hann vilji að Nýsjálendingar fái að kjósa um fána landsins á næsta ári þar sem núverandi fána verði stillt upp gegn öðrum.

Key greindi frá hugmyndum sínum í gær, en margir vilja að landið skapi ímynd og þjóðareinkenni, óháð breskri nýlendusögu. Í núverandi fána er að finna breska fánann í efra vinstra horninu.

Mið- og hægriflokkar Key unnu sigur í þingkosningum landsins um helgina. Aðspurður um kosningaloforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu um fánann, sagði Key að hann vildi að hún ætti sér stað á næsta ári þar sem nýverandi fána yrði stillt upp gegn öðrum valmöguleika.

„Ég er augljóslega mikill stuðningsmaður breytinga. Ég tel að sterk rök hnígi að því að breyta,“ segir Key.

Í frétt Independent segir að núverandi fáni hafi verið tekinn upp í upphafi tuttugustu aldar, en á honum er breski fáninn, ásamt fjórum rauðum stjörnum Suðurkrossins á bláum fleti. Key hefur talað fyrir nýjum þjóðfána með silfurlituðum burkna á svörtum fleti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×