Erlent

Hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frank Van Den Bleeken sér ekki fram á að komast úr fangelsi og þjáist sálfræðilega vegna þess.
Frank Van Den Bleeken sér ekki fram á að komast úr fangelsi og þjáist sálfræðilega vegna þess.
Belgískur maður sem situr í fangelsi fyrir nauðgun og morð, hefur fengið leyfi dómstóla til að fá lækna til að binda endi á líf sitt. Frank Van Den Bleeken er fimmtíu ára gamall og var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Hann fór fyrst fram á líknardráp árið 2011, vegna sálfræðilegra þjáninga. Ástæðuna segir hann vera að hann muni aldrei ráða við ofbeldisfullar langanir sínar. Þess vegna muni honum aldrei vera hleypt úr fangelsi. Eftir þriggja ára baráttu í dómstólum hefur Van Den Bleeken nú unnið mál sitt.

Þetta er fyrsti dómsúrskurður vegna líknardrápa í Belgíu frá lögleiðingu þeirra fyrir tólf árum.

BBC hefur eftir lögfræðingi hans að Vand Den Bleeken verði fluttur á sjúkrahús, þar sem aðgerðin muni fara fram. Hann vildi ekki gefa upp hvar, eða hvenær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×