Sport

Vill að Gunnar berjist við Undradrenginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunni og Kavanagh.
Gunni og Kavanagh. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur ákveðnar hugmyndir um hverjum Gunnar eigi að berjast á móti næst.

Hann stakk upp á því á Twitter að í sumar myndi UFC fá úr því skorið hver væri aðalkaratestrákurinn í UFC og birti með mynd úr hinni goðsagnakenndu kvikmynd, The Karate kid.

Þar er Kavanagh að mæla með því að Gunnar stökkvi næst í bardaga gegn sjálfum Steven „Wonderboy“ Thompson.





Margir eru mjög hrifnir af þessari hugmynd Írans og nú er beðið viðbragða úr herbúðum Undradrengsins.

Þetta yrði ansi stórt stökk fyrir Gunnar enda er Thompson búinn að berjast í tvígang um veltivigtartitilinn við Tyron Woodley. Fyrst gerðu þeir jafntefli og svo vann Woodley síðari bardagann þar sem tveir dómarar dæmdu honum sigur.

Í könnun á síðu MMAjunkie eru MMA-aðdáendur mjög spenntir fyrir því að þeir mætist og 85 prósent gefa bardaganum sitt atkvæði er þessi frétt er skrifuð.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar og Jouban ræddu taktík á barnum

Þó hart sé barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum er jafnan engin illska milli manna eftir bardaga líkt og samskipti Gunnars Nelson og Alan Jouban í nótt sýna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×