Erlent

Vill að Clinton opinberi bankaræðurnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bernie Sanders berst til hins síðasta þrátt fyrir að hann muni líklega tapa stórt í nótt.
Bernie Sanders berst til hins síðasta þrátt fyrir að hann muni líklega tapa stórt í nótt. visir/ap
Bernie Sanders skaut föstum skotum á mótframbjóðanda sinn Hillary Clinton í kvöld þegar hann talaði á kosningafundi í Grand Praire í Texas.

Þar krafðist hann þess að Clinton myndi birta ræðurnar sem hún hefur fengið greitt fyrir að flytja fyrir marga af stærri bönkum Bandaríkjanna.

Sjá einnig: Allt stefnir í stórsigur Clinton

„Ef maður flytur ræður bakvið luktar dyr fyrir Wall Street-hópa á borð við Goldman Sachs og fær greitt fyrir það mörg hundruð þúsund dali þá hafa það líklega verið frábærar ræður og maður ætti að vilja deila þeim með bandarísku þjóðinni,“ sagði Sanders á fundinum og uppskar mikil fagnaðarlæti frá um 7000 stuðningsmönnum.

Clinton hefur sagst ætla að opinbera afrit af ræðunum þegar aðrir frambjóðendur gera slíkt hið sama. „Ég ætla að gera mínar ræður aðgengilegar. Þær eru engar,“ sagði Sanders hæðinn.

Kosið var til miðnættis að íslenskum tíma í Suður-Karólínu og vonar Bernie Sanders að þessi gagnrýni hans muni hjálpa honum að saxa á hið mikla forskot sem Clinton hefur á hann í ríkinu.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum

Í aðdraganda Ofurþriðjudagsins svokallaða, þar sem kosið verður í fjölda ríkja samtímis, er búist við því að Sanders muni verja mestum tíma í Texas en þar er bitist um mestan fjölda kjörmanna.


Tengdar fréttir

Ungar konur styðja Sanders

Það eru fleiri hlutir en kyn sem valda því að ungar konur styðja frekar Bernie Sanders en Hillary Clinton í baráttu demókrata. Þær virðast trúa að Sanders muni knýja fram breytingar sem Clinton sé ófær um.

Allt stefnir í stórsigur Clinton

Ef fer sem horfir mun Hillary Clinton kjöldraga andstæðing sinn, Bernie Sanders, í forkosningum demókrata í Suður-Karólínu í kvöld þar sem hún hefur harma að hefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×