Erlent

Vilji fyrir algerri afvopnun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa tjáð nágrönnum sínum í suðri vilja sinn til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga alfarið. Engin ósanngjörn skilyrði hafa verið sett fram fyrir afkjarnorkuvæðingunni. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, greindi frá þessu í gær en einræðisríkið hefur unnið að því undanfarin ár að koma sér upp kjarn­orku­vopna­búri.

„Ég held að við leggjum nákvæmlega sama skilning í orðið afkjarnorkuvæðing,“ sagði Moon. Aukinheldur sagði hann að það ætti ekki að vera erfitt að ná samkomulagi um frið, afkjarnorkuvæðingu og bætt samskipti Kóreuríkjanna á leiðtogafundi sem hann sækir ásamt Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í lok mánaðar.

„Þeir hafa ekki sett fram nein skilyrði fyrir afkjarnorkuvæðingu sem Bandaríkin gætu ekki samþykkt. Til að mynda hafa þeir ekki krafist þess að bandarískir hermenn fari frá Suður-Kóreu.“




Tengdar fréttir

Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim

Verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með einræðisherra Norður-Kóreu. Styttist í leiðtoga- fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Enn styttra í leiðtogafund ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Samið var um beina sjónvarpsútsendindgar frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×