Innlent

Vilja vita hvað hefur sparast

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni.
Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni. Fréttablaðið/Daníel
„Mikils ósamræmis gætir í aksturssamningum hjá borginni annars vegar og fyrirtækjum í meirihlutaeigu borgarinnar hins vegar,“ segir í bókun sjálfstæðismanna í borgarráði. Þeir vilja vita um áhrif uppsagna á aksturssamningum 432 borgarstarfsmanna fyrir hálfu ári. BHM krefjist að uppsagnirnar verði dregnar til baka því þær séu kjaraskerðing.

„Hver er sparnaðurinn af uppsögnum aksturssamninga? Hefur notkun leigubíla eða bílaleigubíla aukist eða útgjöld aukist af öðrum ástæðum?“ er meðal annars spurt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×