Innlent

Vilja vernda börn og ungmenni gegn ágangi áfengisiðnaðarins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úr ÁTVR.
Úr ÁTVR. Vísir/GVA
Bindindissamtökin á Íslandi hafa hafið undirskriftasöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis á vefsíðunni allraheill.is.

Í fréttatilkynningu vegna undirskriftasöfnunarinnar segir að átakinu sé „ætlað að vernda hag barna og ungmenna gegn ágangi áfengisiðnaðarins.“

Þá kemur jafnframt fram að spurningin um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum snúist um meira en frelsi í viðskiptum:

„Rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi stuðlar að aukinni neyslu sem bitnar mest á börnum og unglingum.

Samkvæmt 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ber okkur að setja hagsmuni barna í forgang þegar taka þarf ákvörðun sem hefur áhrif á börn með einum eða öðrum hætti.

Hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga því að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í matvöruverslunum.“

Frumvarp um frjálsa sölu var afgreitt úr allsherjar-og menntamálanefnd fyrir rúmum mánuði og bíður nú 2. umræðu á þingi. Flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðiflokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×