Viðskipti erlent

Vilja þráðlaust net um allan heim

Samúel Karl Ólason skrifar
Google hefur komið upp þráðlausu neti á 52 lestarstöðvum í Indlandi.
Google hefur komið upp þráðlausu neti á 52 lestarstöðvum í Indlandi. Vísir/AFP
Tæknifyrirtækið Google vill opna fyrir þráðlaust net í lestarstöðvum, kaffi húsum, verslunarmiðstöðvum og víðar um allan heim. Fyrirtækið leitar nú að samstarfsfélögum fyrir verkefnið sem heitir Google Station og byggir á tæplega árslangri tilraun í Indlandi.

Þar hefur Google komið upp þráðlausu neti í lestarstöðvum og viðar með hjálp þarlendra samstarfsaðila.

Samkvæmt frétt The Verge fara um 15 þúsund manns á netið í fyrsta sinn í gegnum verkefni Google í Indlandi. Um 3,5 milljónir nota það á mánuði, en sendar hafa verið settir upp á 52 lestarstöðvum í landinu og stendur til að fjölga þeim í hundrað á árinu.

Þá hefur verið ákveðið að koma sendum fyrir í Indónesíu og á Filippseyjum í framtíðinni.

Fyrirtækið sér fyrir möguleika á því að hagnast á verkefninu með sölu auglýsingu eða mögulega með því að rukka fyrir notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×