Innlent

Vilja eftirlitsnefnd vegna kvartana og kærumála gegn lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Nefndin bendir á að gera verði skýran greinarmun á meðferð kærumála vegna meintra brota lögreglu og kvörtunum vegna starfshátta lögreglu.
Nefndin bendir á að gera verði skýran greinarmun á meðferð kærumála vegna meintra brota lögreglu og kvörtunum vegna starfshátta lögreglu. Vísir/GVA

Nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í ársbyrjun um meðferð kærumála og kvartana á hendur lögreglu leggur til að ráðherrann skipi þriggja manna eftirlitsnefnd sem störfum lögreglu. Nefndin hefði það verkefni að taka við erindum frá borgurunum, yfirfara þau og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu.

Með hliðsjón af því komi nefndin erindum í viðeigandi farveg. Þá leggur nefndin sem ráðherra skipaði jafnframt til drög að breytingum á lögum sem nauðsynlegar eru vegna tillagna hennar.

Í tilkynningu á vef Innanríkisráðuneytisins segir að Ólöf Nordal, ráðherra, hafi litist mjög vel á tillögurnar og þegar sé hafinn undirbúningur að því að hrinda þeim í framkvæmd. Þá hafi hún sagt að mikilvægt væri að mál sem þessi hefðu öruggan farveg og að borgarar hefðu vissu fyrir því að á þá væri hlustað.

Nefndin bendir á að gera verði skýran greinarmun á meðferð kærumála vegna meintra brota lögreglu og kvörtunum vegna starfshátta lögreglu.

Lagt er til að eftirlitsnefndin verði skipuð þremur einstaklingum. Einum frá Lögmannafélagi Ísland, öðrum af Mannréttindaskrifstofu Íslands og sá þriðji verði skipaður af innanríkisráðherra. Sá þriðji verði jafnframt formaður nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×