Innlent

Vilja samdrátt í veiðum mikilvægra uppsjávartegunda

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Alþjóðahafrannsóknaráðið eða ICES leggur til að dregin verði saman seglin í veiðum makríls, kolmunna og norsk-íslenskri síld í Norðaustur-Atlantshafi á næst ári. Þetta kom fram á fundi ráðgjafarnefndar ráðsins í gær.

Veiðiáðgjöf ICES í makríl er 906 þúsund tonn, samanborið við milljón í fyrra, en áætlaður heildarafli þessa árs er 1,4 milljón tonn. Í tilkynningu á vef Hafrannsóknarstofnunar segir þó að enn hafi ekki náðst samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr stofninum um skiptinu aflamarks. Þar má lesa frekar um tillögur ICES.

Ráðgjöf ICES í kolmunna í fyrra var 949 þúsund tonn, en strandríkin settu sér 1,2 milljón tonna aflamark. Að þessu sinni leggur ráðið til að aflamark árið 2015 verði 840 þúsund tonn.

Mestan samdrátt vil ICES hafa í veiðum á norsk-íslenskri síld. Ráðið leggur til að veidd verði 283 þúsund tonn samanborið við 419 þúsund tonn á yfirstandandi ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×