Innlent

Vilja öruggt flug með sjúklinga

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sauðákrókur.
Sauðákrókur. vísir/gva
Byggðarráð Skagafjarðar vill að sveitarstjórinn fái fund með Isavia til að fara yfir nauðsynlegan búnað og umgjörð sem þarf á flugvellinum á Sauðárkróki til þess að tryggja öruggt sjúkraflug.

Þá skorar byggðarráðið á ný stjórnvöld að tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landsins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni.

„Ljóst er að með nauðsynlegri uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík hlýtur það að vera einboðið að sjúkraflugið lendi í sem mestri nálægð við sjúkrahúsið,“ segir byggðarráðið.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×