Innlent

Vilja meira aðhald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún vill meira aðhald í ríkisfjármálastefnunni.
Ásdís Kristjánsdóttir er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún vill meira aðhald í ríkisfjármálastefnunni. vísir/stefán
Það stefnir í að árin 2014 og 2015 verði ríkisútgjöld orðin hærra hlutfall af landsframleiðslu en nokkru sinni fyrir bankahrun. Þetta segir í nýrri greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Þar segir að nýsamþykkt fjáraukalög og fjárlög fyrir árin 2014 og 2015 gefi tilefni til að ætla að stjórnvöld telji nógu langt hafa verið gengið í samdrætti ríkisútgjalda.

Gert er ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs en árið 2014 er hann að mestu tilkominn vegna einskiptistekna og árið 2015 er hann hverfandi. Auknum tekjum er mætt með auknum útgjöldum.

Í greiningunni kemur fram að áætlaður afgangur á árinu 2015 sé það lítill að ætla megi að meginmarkmið sé að skila hallalausum rekstri frekar en að greiða niður skuldir eða skapa svigrúm til að lækka álögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×