Innlent

Vilja lækka verð á innanlandsflugi

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfshópur innanríkisráðuneytisins sem kanna átti opinbera gjaldtöku í innanlandsflugi og mögulegar leiðir til að lækka farmiðaverð.
Starfshópur innanríkisráðuneytisins sem kanna átti opinbera gjaldtöku í innanlandsflugi og mögulegar leiðir til að lækka farmiðaverð. Vísir/GVA
Starfshópur innanríkisráðuneytisins sem kanna átti opinbera gjaldtöku í innanlandsflugi og mögulegar leiðir til að lækka farmiðaverð. Hópurinn skilaði Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, skýrslu sinni í vikunni.

Meðal niðurstaðna hópsins er að niðurfelling farþega- og lendingargjalda auk virðisaukaskatts í aðföngum myndi skila 1.700 króna lækkun að meðaltali á hvern fluglegg. Þar að auki benti hópurinn á þá leið að bjóða út flugleiðir og skilgreina leyfilegt hámarksverð.

Í tilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu segir Ólöf að ráðuneytið myndi skoða innihald skýrslunnar gaumgæfilega.

Skýrslu starfshópsins í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×