Innlent

Vilja hraða nýju skipulagi á Geysi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Landmótun sf. annast gerð skipulags á svæðinu.
Landmótun sf. annast gerð skipulags á svæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm
Drög að lýsingu á skipulagsverkefninu „Deiliskipulag fyrir Geysissvæðið“ voru lögð fram á fundi byggðaráðs Bláskógabyggðar á föstudag.

Byggðaráðið vísaði drögunum til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa og einnig til fulltrúa Bláskógabyggðar í vinnu við skipulagsmál Geysissvæðisins.

Byggðaráð óskar eftir að afgreiðsla skipulagsnefndar liggi fyrir sem fyrst þannig að hægt verði að taka formlega afstöðu til lýsingarinnar á næsta fundi byggðaráðs.“ Þá var ákveðið að ganga frá samningi við Landmótun sf. um gerð deiliskipulagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×