Sport

Vilja henda Rússum úr frjálsum íþróttum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Savinova vann gull í 800 metra hlaupi á ÓL í London 2012. Hún er sögð hafa unnið með svindli.
Savinova vann gull í 800 metra hlaupi á ÓL í London 2012. Hún er sögð hafa unnið með svindli. vísir/getty
Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, hefur mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í frjálsum íþróttum.

Ef Alþjóða frjálsíþróttasambandið verður við þessum fyrirmælum þá verða engir rússneskir frjálsíþróttamenn á ÓL næsta sumar.

Þriggja manna nefnd á vegum WADA, þar sem fyrrum forseti WADA, Dick Pound, var í forsvari, segir að fimm rússneskir frjálsíþróttamenn og fimm þjálfarar eigi að fá lífstíðarbann.

Þar á meðal eru verðlaunahafarnir frá síðasta ÓL - Mariya Savinova-Farnosova og Ekaterina Poistogova.

Þessi nefnd var að skila af sér 300 blaðsíðna skýrslu um stórfellt lyfamisferli og svindl hjá rússneskum frjálsíþróttamönnum.

Í skýrslunni stendur meðal annars að Rússarnir hafi skemmt síðustu Ólympíuleika. Þeir hefðu aldrei átt að fá þátttökurétt þar sem þeir væru á lyfjum.

WADA segir einnig að íþróttamálaráðherra Rússlands hafi gefið beinar skipanir um að svindla á lyfjaprófum svo rússneskir afreksmenn myndu ekki falla. Sem sagt svindlað með fölsku lyfjaprófi. Svindlið þeirra hafi allt verið þaulskipulagt.

Lesa má meira um þetta ótrúlega mál hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×