Innlent

Vilja heimild til að dæma unga afbrotamenn í samfélagsþjónustu

Bjarki Ármannsson skrifar
Mun ákvæðið ná til afbrotamanna á aldrinum 15 til 21 árs og taka til skilorðsbundinna dóma.
Mun ákvæðið ná til afbrotamanna á aldrinum 15 til 21 árs og taka til skilorðsbundinna dóma. Vísir/Hari
Fimm þingmenn Samfylkingarinnar, þau Helgi Hjörvar, Kristján Möller, Oddný G. Harðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem veita mun dómurum heimild til að dæma unga afbrotamenn í samfélagsþjónustu.

Mun ákvæðið ná til afbrotamanna á aldrinum 15 til 21 árs og taka til skilorðsbundinna dóma. Í fréttatilkynningu frá þingmönnunum segir að það sé von flutningsmanna að gildi samfélagsþjónustu með tilheyrandi eftirliti og aðhaldi dragi úr líkum á því að umrædd ungmenni leiðist út á braut frekari afbrota.

Samfélagsþjónusta geti því komið til áður en gripið verði til hugsanlegrar fangelsisvistar, þegar venjulegur skilorðsbundinn dómur hefur ekki nægt til að leiða viðkomandi á braut löghlýðni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×