SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 23:44

Árásarmađurinn var einn ađ verki

FRÉTTIR

Vilja heiđra minningu Íslendinga sem féllu í seinna stríđi

 
Innlent
18:18 09. MARS 2016
Af heimildum megi álykta ađ í ţađ minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem ţeir voru á eđa árekstra skipanna viđ tundurdufl.
Af heimildum megi álykta ađ í ţađ minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem ţeir voru á eđa árekstra skipanna viđ tundurdufl. VÍSIR/GETTY/ANTON

27 þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni.
Samkvæmt tillögunni skal fela ríkisstjórninni að heiðra á varanlegan hátt minningu þeirra sem fórust og aðgerðaáætlun kynnt í formi þingsályktunartillögu fyrir árslok 2016.

Fórum ekki varhluta af mannfalli
Í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir herleysi landsins hafi Íslendingar ekki farið varhluta af því mannfalli sem átök seinni heimsstyrjaldarinnar höfðu í för með sér. Siglingar hafi verið landinu lífsnauðsyn því að flytja þurfti afurðir landsins út og birgja landið að hvers kyns nauðsynjum á stríðsárunum. Af heimildum megi álykta að í það minnsta 153 Íslendingar hafi látist vegna árása á skip sem þeir voru á eða árekstra skipanna við tundurdufl.

„Við Íslendingar og bandamenn allir stöndum í þakkarskuld við þá sem lögðu líf sitt að veði í þessum siglingum fullkomlega meðvitaðir um áhættuna. Fórnir þeirra sem fórust voru miklar og er löngu tímabært að heiðra minningu þeirra varanlega líkt og lagt er til í þingsályktunartillögu þessari.“

Löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar
Í greinargerðinni segir að nú þegar sé að finna nokkur minnismerki um þá sem hafa látist á einstaka skipum, svo sem á Sjóminjasafninu um þá sem fórust með Detti­fossi og Goðafossi.

„Í einhverjum tilfellum eru grafreitir erlendra manna sem fórust við Ísland sérstaklega merktir. Jafnframt er við höfnina í Reykjavík yfirlit yfir öll skip sem farist hafa við Íslandsstrendur, m.a. á stríðsárunum. Ekki er fyrir að fara neinum varanlegum minnisvarða um alla þá Íslendinga sem taldir voru upp hér að framan. Er því löngu tímabært að skipa þeim varanlegan sess í sögu þjóðarinnar. 

Með hvaða hætti slíkt verður best gert skal nánar útfært af ríkisstjórn í samráði við sérfræðinga. Víða í Evrópu, til að mynda í Frakklandi, hafa minnismerki um fallna verið reist í þeim bæjum sem viðkomandi einstaklingar voru frá, t.d. við kirkjur eða í kirkjugörðum. Einnig hefur verið farin sú leið að reisa styttu eða listaverk sem minnisvarða þar sem nöfn allra þeirra sem létust eru talin upp, eins og gert er á Víetnam-minnismerkinu í Washington. Loks hafa margar þjóðir farið þá leið að tileinka árlega sérstakan dag minningu þessa fólks,“ segir í greinagerðinni þar sem einnig eru listaðir þeir Íslendingar sem vitað er til að fórust í stríðinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Vilja heiđra minningu Íslendinga sem féllu í seinna stríđi
Fara efst