Enski boltinn

Vilja halda Lampard fram yfir Afríkumótið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samkvæmt enska blaðinu Guardian er vilji meðal forráðamanna Manchester City að framlengja dvöl Frank Lampard hjá félaginu fram í febrúar.

Lampard er í láni hjá City frá systurfélaginu New York City FC í Bandaríkjunum en Lampard samdi við félagið í sumar. Hann var svo lánaður til Manchester fram að áramótum.

Það er nú ljóst að Fílabeinsströndin mun taka þátt í Afríkumótinu sem hefst þann 17. janúar. Toure þyrfti að hefja æfingar með landsliði sínu nokkrum dögum áður og ef liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn er ljóst að hann verður frá keppni með City í rúman mánuð.

Manuel Pellegrini, stjóri City, hefur áður sagt að það væri ekki ómögulegt að Lampard myndi klára tímabilið með liðinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um það.

New York City mun æfa í Manchester í janúar og gæti því Lampard kynnst nýja liðinu sínu þrátt fyrir að hann myndi spila áfram með Englandsmeisturunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×