Fótbolti

Vilja gera þjóðina stolta þannig að vonandi sofna ekki 0,4 prósentin í dag

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar
Aron Einar Gunnarsson fer út í hvern leik fyrir land og þjóð.
Aron Einar Gunnarsson fer út í hvern leik fyrir land og þjóð. vísri/vilhelm
Áhuginn á íslenska landsliðinu í fótbolta hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og enn toppuðu strákarnir sig þegar að 99,6 prósent landsmanna horfðu á leikinn á móti Argentínu í Moskvu á HM.

Erlendur blaðamaður sem var á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær varð eðlilega forvitinn um hvað hin 0,4 prósentin voru eiginlega að gera á meðan leiknum stóð.

„Við höfum alltaf talað um hvað við fáum mikinn stuðning frá Íslendingum. Þetta sýnir bara hversu margir fylgjast með okkur og vilja sjá okkur ganga vel,“ segir Aron Einar.

Fyriliðinn og strákarnir okkar gerðu þjóðina stolta á móti Argentínu.vísir/vilhelm
„Ég veit ekki hvað 0,4 prósentin voru að gera eða á hvað þau voru að horfa. Ætli þau hafi ekki sofnað,“ segir fyrirliðinn.

Aron Einar er vitaskuld hæstánægður með þennan stuðning og bæði hann og strákarnir vilja endurgjalda íslensku þjóðinni hann í hverjum leik.

„Það er frábært að fá allan þennan stuðning. Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt og fólk vill vera með okkur í þessu og styðja okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur að finna fyrir þessari samkennd frá okkar fólki,“ segir Aron Einar.

„Við erum ekki bara að gera þetta fyrir okkur. Við erum að gera þetta fyrir fólkið okkar líka. Við viljum að Íslendingar séu stoltir af okkur og þess vegna gefum við allt sem við eigum úti á vellinum,“ segir Aron Einar Gunnarsson.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×