ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 22:45

Ólafía Ţórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir

SPORT

Vilja framlengja landamćravörslunni

 
Erlent
21:21 25. JANÚAR 2016
Vilja framlengja landamćravörslunni
VÍSIR/AFP

Stjórnvöld í Þýskalandi og Austurríki hyggjast halda landamæraeftirliti sínu í tæp tvö ár til viðbótar. Ríkin tóku upp tímabundna landamæravörslu í september síðastliðnum til að stemma stigu við flóttamannastraumnum.

Þessi ákvörðun var tekin á fundi innanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Amsterdam í kvöld, með vísan í sérstakt undanþáguákvæði í Schengen-sáttmálanum sem kveður á um að aðildarríki megi halda landamæravörslu í allt að tvö ár í sérstökum tilfellum. Hún verður svo lögð fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel í næsta mánuði, að því er segir á vef BBC.

Talið er að allt að 1,1 milljón flóttamanna hafi farið til Þýskalands á síðasta ári – flestir þeirra frá Sýrlandi – og búast stjórnvöld við töluverðum fjölda á þessu ári.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Vilja framlengja landamćravörslunni
Fara efst