Erlent

Vilja fjársvelta Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu frá árinu 2006 vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins.
Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu frá árinu 2006 vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Vísir/EPA
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hert viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Eftir miklar viðræður í ráðinu samþykkti Kína að setja verulegar hömlur á útflutning Norður-Kóreu á koli, kopar, nikkel, silfri og sinki. Ríkið mun einnig ekki geta flutt styttur úr landi.

Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu frá árinu 2006 vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Nýjustu þvinganirnar munu draga verulega úr tekjum ríkisins.

Kína hefur um árabil verið helsti bandamaður Norður-Kóreu og varið ríkið gagnvart þvingunum og öðru. Yfirvöld Kína óttast mögulegar afleiðingar falls einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu. Undanfarin ár hefur þolinmæði Kína gagnvart nágrönnum sínum farið minnkandi, samkvæmt BBC.

Útflutningur kols er helsta tekjulind Norður-Kóreu, en samkvæmt nýju þvingunum munu þeir ekki geta flutt út meira en 7,5 milljón rúmmetra af kolum. Sérfræðingar segja að það muni kosta ríkisstjórnina um 700 milljónir dala, eða um 78 milljarða króna. Þá er talið að Kína sé eina landið sem kaupi kol frá Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×