Erlent

Vilja fá sjö stjórnendur hjá FIFA framselda

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sepp Blatter, hinn umdeildi forseti FIFA, hefur lengi þrætt fyrir spillingu innan sambandsins.
Sepp Blatter, hinn umdeildi forseti FIFA, hefur lengi þrætt fyrir spillingu innan sambandsins. Vísir/AFP
Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á að sjö háttsettir stjórnendur hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA verði framseldir frá Sviss. Formlega var farið fram á framsalið í gær.

Sjömenningarnir voru meðal þeirra fjórtán sem handteknir voru vegna gruns um umfangsmikla og langvarandi spillingu. Handtökurnar voru gerðar í kjölfar rannsóknar bandarísku alríkislögreglunnar.

Verjendur sjömenninganna hafa nú fjórtán daga til að andmæla flutningnum en svissnesk yfirvöld hafa bent á að líklega muni öllum ákvörðunum verða skotið til dómstóla og áfrýjað þar; það gæti tekið langan tíma að fá niðurstöðu um hvort einstaklingarnir verði framseldir.


Tengdar fréttir

Blatter hættir sem forseti FIFA

Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×