Fótbolti

Vilja fá Niasse vegna meiðsla Kolbeins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Oumar Niasse í leik með Everton.
Oumar Niasse í leik með Everton. Vísir/Getty
Tyrkneska blaðið fotoMac slær því upp á forsíðu sinni í dag að Galatasaray hafi áhuga á að fá sóknarmanninn Oumar Niasse að láni frá Everton í Englandi.

Kolbeinn Sigþórsson var lánaður til tyrkneska félagsins í sumar frá Nantes í Frakklandi en hefur ekkert náð að spila með liðinu, né heldur íslenska landsliðinu, vegna meiðsla.

Sjá einnig: Kolbeinn fór í aðgerð á hné

Enn eru nokkrar vikur í að Kolbeinn verði leikfær á ný en samkvæmt áðurnefndri frétt vilja forráðamenn Galatasaray styrkja framlínu liðsins enn frekar.

Niasse er 26 ára og kom til Everton í febrúar. Hann hefur síðan þá komið við sögu í fimm deildarleikjum en ekki náð að skora enn.

Sjá einnig: Everton gerir eldsnöggan Senegala að þriðja dýrasta leikmanni félagsins

Niasse virðist enn fremur ekki vera í myndinni hjá Ronald Koeman, stjóra Everton, en eini leikur hans til þessa á tímabilinu var með U-23 liði Everton.

Niasse er 26 ára og kom til Everton frá Lokomotiv Moskvu, þar sem hann skoraði tólf mörk í 28 leikjum.


Tengdar fréttir

Kolbeinn genginn í raðir Galatasary

Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er genginn í raðir tyrkneska stórliðsins Galatasary frá Nantes í Frakklandi.

Kolbeinn fór í aðgerð á hné

Kolbeinn Sigþórsson, framherji Galatasaray og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, gekkst undir aðgerð á vinstra hné í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×