Erlent

Vilja enn minni sykurneyslu

Freyr Bjarnason skrifar
Vísindamenn mæla með því að meiri áhersla verði lögð á að draga úr sykurneyslu.
Vísindamenn mæla með því að meiri áhersla verði lögð á að draga úr sykurneyslu. Nordicphotos/Getty
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ráðgjafar stjórnvalda á Englandi hafa mælt með því að aukin áhersla verði lögð á að draga úr sykurneyslu almennings.

Mælt er með því að neyslan verði fimm prósent af orkuinntöku á hverjum degi en hún hefur hingað til verið tíu prósent.

Í rannsókn sem var birt í tímaritinu BMC Public Health Journal er gengið skrefinu lengra og lagt til að viðmiðið verði ekki meira en þrjú prósent, samkvæmt frétt BBC.

Vísindamennirnir segja þetta nauðsynlegt ef tekið er mið af slæmum heilbrigðis- og fjárhagslegum áhrifum af auknum tannskemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×