Leikjavísir

Vilja ekki Pokémon þjálfara á geislavirkt svæði

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Daiichi kjarnorkuverinu.
Frá Daiichi kjarnorkuverinu. Vísir/AFP
Eigendur kjarnorkuversins í Fukushima í Japan hafa beðið Niantic, framleiðendur Pokémon Go, um að fjarlægja alla Pokémona af hættusvæðinu í kringum orkuverið. Enn hefur enginn þjálfari reynt að komast inn á svæðið, en einhverjir Pokémon karlar hafa fundist á svæðinu.

Yfirvöld í Japan hafa beðið eigendur kjarnorkuvera að auka gæslu eftir að þrír táningar laumuðust inn í kjarnorkuver í Bandaríkjunum. Þá hefur TEPCO, eigandi Daiichi kjarnorkuversins , bannað starfsmönnum sínum að spila Pokémon Go á svæðinu.

Ríkisstjóri héraðsins sagði ekki gott ef fólk myndi reyna að nálgast þessa karla á svæðinu. Geislavirkni er á svæðinu eftir að flóðbylgja vegna jarðskjálfta olli verulegum skemmdum á kjarnorkuverinu. Þrisvar sinnum kom til bráðnunar í kjarnakljúfum versins og þurfti að flytja þurfti um 160 þúsund manns af svæðinu.

Sjá einnig: Fimm ár frá hamförunum í Japan

Leikurinn hefur valdið töluverðum fjölda slysa og hafa fjöldinn allur af leikmönnum komið sér í hættulegar aðstæður.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×