Innlent

Vilja dýpka Ósá

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fagurt stæði Bolungarvík er fallegt bæjarpláss.
Fagurt stæði Bolungarvík er fallegt bæjarpláss. Fréttablaðið/Pjetur
Umhverfismálaráð Bolungarvíkur leggur til að framkvæmdaleyfi verði gefið út til dýpkunar Ósár. Þessi ákvörðun var tekin að fenginni umsögn Náttúrustofu Vestfjarða.

Þetta kom fram á fundi ráðsins í gær. Óskað var eftir framkvæmdaleyfi fyrir dýpkun árinnar, neðan neðstu brúar, vegna vatnsstöðu hennar. Hún er nú orðin allt að einum og hálfum metra hærri en vanalegt er á þessum tíma.

Landeigendur og veiðiréttarhafar hafa samþykkt framkvæmdina en beðið er eftir samþykki Fiskistofu fyrir framkvæmdinni. Fáist það verður framkvæmdaleyfi staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×