Erlent

Vilja bannna barnagiftingar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Jan Björklund, formaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð, segir það óásættanlegt að flóttabörn í hjónabandi séu látin búa saman í Svíþjóð.
Jan Björklund, formaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð, segir það óásættanlegt að flóttabörn í hjónabandi séu látin búa saman í Svíþjóð. NORDICPHOTOS/AFP
Sænska ríkisstjórnin hyggst funda með öllum þingflokkum að Svíþjóðardemókrötum undanskildum um hjónabönd barna.

Tilkynnt var um ákvörðun stjórnarinnar eftir að Frjálslyndi flokkurinn krafðist algjörs banns við slíkum hjónaböndum.

Formaður flokksins, Jan Björk­lund, sagði reglurnar ekki vernda börn sem látin hefðu verið ganga í hjónaband utan Svíþjóðar. Hingað til hefði þetta verið látið afskiptalaust og flóttabörn í hjónabandi látin búa saman í Svíþjóð. Það væri óásættanlegt.

Fréttin birtsit fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×