Viðskipti innlent

Vilja 200 milljónir punda fyrir Aurum Holdings

Landsbankinn.
Landsbankinn.
Aurum Holdings er til sölu samkvæmt breskum fjölmiðlum en félagið er í eigu skilanefndar Landsbankans. Það var Baugur sem átti félagið áður en bankinn tók það yfir árið 2009.

Samkvæmt fréttastofu The Press Association vill Landsbankinn fá 200 milljónir punda fyrir félagið.

Undir Aurum Holdings heyra skartgripa- og úraverslanakeðjurnar Goldsmiths, Watches of Switzerland, Mappin & Webb og Mydiamonds.com.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×