Innlent

Vilhjálmur Óli Valsson látinn

Vilhjálmur Óli lést á laugardag eftir baráttu við krabbamein í rúmt ár.
Vilhjálmur Óli lést á laugardag eftir baráttu við krabbamein í rúmt ár. fréttablaðið/gva
Vilhjálmur Óli Valsson, fyrrverandi sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, lést síðastliðið laugardagskvöld 41 árs að aldri á Landspítalanum. Hann hafði barist við krabbamein í rúmt ár og vakti þjóðarathygli í tengslum við söfnun Krabbameinsfélags Íslands, Mottumars. Vilhjálmur Óli náði að safna 1,7 milljónum króna fyrir andlát sitt.

Í viðtali við Fréttablaðið fimm dögum fyrir andlát sitt sagði Vilhjálmur Óli: „Það er gott að skilja eitthvað svona eftir sig, og geta haldið áfram mínu starfi við að hjálpa fólki. Vonandi verður það mitt síðasta verk að bjarga lífi. Að hjálpa aðeins til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×