Viðskipti innlent

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson. Vísir/Arnþór
Viðskipti Fjárfestingarfélagið Miðeind, sem er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar fjárfestis og fyrrverandi gjaldkera Samfylkingarinnar, hagnaðist um 15 milljónir króna í fyrra samanborið við 19 milljóna króna tap árið 2016. Arðsemi eiginfjár var einungis 3 prósent. Eigið fé fyrirtækisins er 494 milljónir króna en Miðeind skuldar félögum í eigu Vilhjálms um 140 milljónir króna. Eignir félagsins eru samtals 664 milljónir króna.

Miðeind á hlut í Kviku sem metinn var á 138 milljónir króna í bókunum við árslok, 6 prósenta hlut í tölvuleikjaframleiðandanum Sólfar Studios sem metinn var á 20 milljónir, 16 prósent í Kjarnanum sem metinn var á 14 milljónir króna, hlut í gagnaverinu Verne Holdings metinn á 12 milljónir, eins prósents hlut í Solid Clouds sem metinn var á 9 milljónir króna, 2 prósenta hluta í sprotafyrirtækinu Travelade sem metinn er á 11 milljónir króna og 8 prósenta hlut í sprotafyrirtækinu Inspirally, metinn á tíu milljónir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×