Fótbolti

Vilhjálmur Alvar nýr FIFA-dómari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Vísir/Vilhelm
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er nýr FIFA-dómari en hann kemur inn fyrir Kristinn Jakobsson sem varð að hætta vegna aldurs. UEFA hefur gefið út sinn lista yfir alþjóðlega dómara í Evrópu á árinu 2015.

Þjóðverjinn Deniz Aytekin og Spánverjinn Antonio Mateu Lahoz voru teknir upp í hóp elítu-dómara en þeir verða 22 talsins á næsta ári.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður þrítugur á næsta ári en hann hefur dæmt í efstu deild í sex ár og á að baki 52 úrvalsdeildarleiki sem aðaldómari.

Vilhjálmur Alvar er nú einn af fjórum FIFA-dómurum Íslands en hinir eru Gunnar Jarl Jónsson, Þóroddur Hjaltalín og Þorvaldur Árnason.

Þetta er fyrsta breytingin á FIFA-dómurum Íslands síðan að Gunnar Jarl kom inn fyrir Magnús Þórisson árið 2012.

FIFA-dómarar Íslands árið 2015:

Þorvaldur Árnason - sjötta ár (frá 2010)

Þóroddur Hjaltalín - sjötta ár (frá 2010)

Gunnar Jarl Jónsson - fjórða ár (frá 2012)

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson - nýr

Elítu-dómarar FIFA árið 2015:

Martin Atkinson (England)

Deniz Aytekin (Þýskaland, nýr)

Felix Brych (Þýskaland)

Cüneyt Cakır (Tyrkland)

Mark Clattenburg (England)

William Collum (Skotland)

Jonas Eriksson (Svíþjóð)

David Fernández Borbalán (Spánn)

Viktor Kassai (Ungverjaland)

Pavel Královec (Tékkland)

Björn Kuipers (Holland)

Antonio Mateu Lahoz (Spánn)

Milorad Mazic (Serbía)

Svein Oddvar Moen (Noregur)

Pedro Proença (Portúgal)

Nicola Rizzoli (Ítalía)

Gianluca Rocchi (Ítalía)

Damir Skomina (Slóvenía)

Paolo Tagliavento (Ítalía)

Craig Thomson (Skotland)

Alberto Undiano Mallenco(Spánn)

Carlos Velasco Carballo(Spánn)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×