Fótbolti

Vilhjálmar Alvar dæmdi vítaspyrnu í öðrum Evrópuleiknum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vilhjálmur Alvar hefur fengið stór verkefni á alþjóðavettvangi á þessu ári.
Vilhjálmur Alvar hefur fengið stór verkefni á alþjóðavettvangi á þessu ári. vísir/anton
KR gerði í kvöld 3-3 jafntefli við svissneska liðið Grasshopper í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Alvogen-vellinum.

KR-ingar voru ekki einu fulltrúar Íslands í Evrópudeildinni í kvöld því Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi leik Genk og Budućnost Podgorica í Belgíu. Honum til aðstoðar voru Gylfi Már Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Ívar Orri Kristjánsson var fjórði dómari.

Vilhjálmur, sem dæmir fyrir KV, systralið KR, dæmdi vítaspyrnu á gestina frá Svartfjallalandi á 17. mínútu í leiknum í kvöld.

Neeskens Kebano skoraði úr vítinu og Mbwana Samatta bætti svo öðru marki við 11 mínútum fyrir leikslok og 2-0 sigur Genk staðreynd.

Vilhjálmur dæmdi alls 17 aukaspyrnur í leiknum og gaf leikmönnum Budućnost Podgorica þrjú gul spjöld.

Þetta var annar leikurinn sem Vilhjálmur dæmir í Evrópudeildinni í ár en hann sá einnig um flautuleik hjá Hearts og FC Infonet í 1. umferð forkeppninnar.

Þá lyfti hann gula spjaldinu átta sinnum og dæmdi auk þess vítaspyrnu á eistneska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×