Handbolti

Vildum njóta þess að spila á ný

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val
Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val
Valskonur tryggðu sér um helgina deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með sigri á Haukum. Allt annað var að sjá til liðsins í ár eftir að hafa misst af úrslitakeppninni í fyrra.

Kristín Guðmundsdóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, tók því fagnandi að vera farin að fagna titlum á ný.

„Það er auðvitað alltaf góð tilfinning að taka við bikar. Þessi var öðruvísi en titlarnir sem við fögnuðum hér áður fyrr hjá Val, þá spáðu allir okkur auðveldri leið að titlinum en í ár var okkur spáð um miðja deild. Við fórum með öðru hugarfari inn í þetta tímabil því það voru litlar væntingar gerðar til okkar,“ segir Kristín sem fagnar því að vera komin aftur inn í úrslitakeppnina.

Valur varð deildarmeistari í ár.Vísir/Andri Marinó
„Það var hræðilegt að missa af úrslitakeppninni í fyrra, allt tímabilið í fyrra var vonbrigði. Markmiðið var úrslitakeppnin en kannski áttum við ekkert heima þar.“

Kristín hrósar Ágústi Jóhannessyni fyrir hans þátt í þessu öllu saman en hann tók við liðinu fyrir tæpu ári.

„Við fórum inn í þetta tímabil með það að markmiði að njóta þess meira að spila handbolta. Gústi kemur inn í þetta á hárréttum tíma og hjálpaði okkur við að ná þessu hugarfari. Við vorum í smá púsli í byrjun tímabils, meiðslum og án markmanns, en náðum að leysa þetta vel,“ segir Kristín og bætir við:

„Við þurftum að slípa saman liðið á ný en okkur hefur tekist að leysa allt til þessa.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×