Innlent

Vildu frekar dansa örvæntingafullan sambadans en horfa á leikinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Matthías segir stemninguna hafa einkennst af örvæntingu.
Matthías segir stemninguna hafa einkennst af örvæntingu.
Stemningin í Brasilíu var furðuleg á meðan leikur Þjóðverja og Brasilíumanna fór fram í gær. Matthías Kormáksson tölfræðingur er búsettur í Brasilíu og fylgdist með leiknum á 300 manna samba-dansstað. Hann segir að fólkið á staðnum hafi séð í hvað stefndi hafi örvænting gripið um sig og það byrjað að heimta að fá að dansa bara samba í staðinn fyrir að horfa á leikinn. Örvæntingafullan sambadans.

„Þetta breyttist í hálfgerða örvæntingu. Fólk var að öskra „samba, samba, samba,“ í staðinn fyrir að þurfa að horfa á leikinn.“

Félaginn fór á klósettið

Markasyrpa Þjóðverja í fyrri hálfleik var auðvitað engu lík. Á sex mínútna kafla komu fjögur mörk. „Félagi minn fór á klósettið í stöðunni 1-0. Þegar hann kom til baka var staðan orðin 5-0. Þetta var auðvitað bara súrrealískt,“ segir Matthías og bætir því við að á þeim tímapunkti hafi einhverjir einfaldlega hætt að horfa og farið heim.

Þessir áttu erfitt með að horfa á leikinn.Vísir/AP




Gjörsamlega ekki boðlegt


Matthías segir að í fyrstu hafi verið eins og að brasilíska þjóðin hafi einfaldlega fengið taugaáfall. „Fólk fór að tala um að þetta væri gjörsamlega ekki boðlegt. Þetta er í rauninni reiðarslag. Menn tala nú um að þetta sé verra en tapið gegn Úrúgvæ 1960 í úrslitum.“

Matthías hrósar þó Brasilíumönnum fyrir að hafa samt sem áður horft á björtu hliðarnar eftir leikinn. „Að leik loknum voru stólarnir teknir af dansgólfinu og fólk fór bara að dansa samba.“



Grínast á samfélagsmiðlunum

Menn voru fljótir í gríngírinn á samfélagsmiðlunum, að sögn Matthíasar. „Já, Brasilíumenn er oft fljótir að snúa öllu upp í grín og glens og átta sig á því að svona er lífið bara. Ég virði það ofboðslega mikið við fólkið hérna. Á samfélagsmiðlunum var fólk strax farið í gríngírinn.“

Leikurinn í gær fór í sögubækurnar fyrir margar sakir. Til dæmis hefur aldrei jafn stór sigur unnist í undanúrslitum í sögu HM og aldrei hefur Brasilía tapað jafn stórt í keppninni.

Sumir einfaldlega hágrétu.Vísir/AP
Aðdáendur brasilíska liðsins felldu tár í gær.Vísir/AFP
Sumir gátu hreinlega ekki horft á leikinn.Vísir/AFP
Það tók á að horfa á leikinn í gær.

Tengdar fréttir

Brasilíska þjóðin á barmi taugaáfalls

Brasilíska þjóðin er harmi slegin og á barmi taugaáfalls eftir leikinn við Þjóðverja í gær; fólk grét á götum úti og svo tók reiðin völdin og þurfti víða að kalla til óeirðalögreglu.

Sabella: Fótbolti er óútreiknanlegur

Alejandro Sabella, þjálfari argentínska landsliðsins, trúði ekki eigin augum þegar hann sá Þýskaland tæta í sig brasilíska liðið í leik liðanna í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í gær.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×