Fótbolti

Vildi prufa þetta en fékk bara gult spjald að launum - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jan Gunnar Solli.
Jan Gunnar Solli. Vísir/Getty
Jan Gunnar Solli, 32 ára norskur miðjumaður sem spilar með sænska liðinu Hammarby, tók furðulega ákvörðun í stórsigri á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Á lokamínútum leiksins þegar lið hans var komið fimm mörkum yfir þá ákvað Solli að taka við boltanum með því að setja hann undir keppnistreyjuna sína.

„Ég fékk skemmtilega vippu-sendingu frá vinstri bakverðinum og fannst ég þurfti að svara með einhverju skemmtilegu á móti," sagði Jan Gunnar Solli í viðtali á heimasíðu norska ríkissjónvarpsins.

Solli kom öllum á óvart og hann segir að dómarinn hafi í fyrstu ekki vitað hvað hann ætti að gera. Dómarinn ákvað síðan að gefa Solli gult spjald en hann sjálfur heldur því fram að leikmenn mótherjanna hafi heimtað spjaldið.

„Þetta var ekki planað en ég hef oft velt fyrir mér hvað myndi gerast ef ég reyndi þetta í leik. Ég varð því að prufa þetta," sagði Jan Gunnar Solli en það má sjá myndband af þessu atviki hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×