Innlent

Vilborg Arna tekur þátt í umönnunarstörfum á Everest

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vilborg Arna Gissurardóttir
Vilborg Arna Gissurardóttir
Eins og kunnugt er, er Vilborg Arna Gissurardóttir stödd á Everest fjalli. Snjóflóðið sem féll í nótt var gífurlega stórt og er slysið eitt það mannskæðasta í sögu Everest.

Snjóflóðið átti sér stað tæpum fimm hundruð metrum ofan við grunnbúðir, þar sem Vilborg er nú staðsett. Hún segist hafa vaknað við hávaðann sem kom frá snjóflóðinu og fylgdist hún með björgunaraðgerðum í nótt. Að minnsta kosti þrettán eru látnir og tugir eru slasaðir.

Þeir minna slösuðu hafa verið fluttir í sjúkratjöld í grunnbúðum fjallsins. Vilborg tekur þar þátt í aðhlynningu þeirra slösuðu.

Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar og í öllum fréttatímum okkar í dag og kvöldfréttum.

Vilborg Arna skrifaði  á Facebook síðu sína fyrir skömmu og tilkynnti að ekkert amaði að sér. „I am ok!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×