FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 23:30

David Bowie sigurvegari Brit-verđlaunahátíđarinnar

LÍFIĐ

Vil ţakka Jesús vini mínum

 
Handbolti
08:15 28. JANÚAR 2016
Zeljko Babic á hliđarlínunni.
Zeljko Babic á hliđarlínunni. VÍSIR/GETTY

Króatar eru eðlilega í skýjunum eftir sigurinn ótrúlega gegn Póllandi í gær sem skaut Króötum í undanúrslit á EM.

Króatar slátruðu Pólverjum, 37-23, og þessi risasigur fleytti þeim í undanúrslitin. Fáir sáu þetta fyrir.

„Þetta var kraftaverkið frá Medjugorje,“ sagði þjálfari Króata, Zeljko Babic, eftir leik en Medjugorje er þekktur staður hjá trúuðum í Balkan-löndunum.

„Ég vil þakka vini mínum Jesús fyrir þetta. Ég vona að hann fyrirgefi mér fyrir skort á trú fyrir leikinn. Það er virkilega gaman að vinna á þennan hátt. Það skilur enginn hvað gerðist hjá Pólverjunum. Við vorum sterkir í hausnum, spiluðum góða vörn og fengum flotta markvörslu.

„Svona eru íþróttir. Ég trúði ekki á kraftaverk en við unnum. Ég myndi samt aldrei veðja gegn Jesús. Aldrei!“

Króatar munu spila gegn Spánverjum í undanúrslitunum en hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Noregs og Þýskalands.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Vil ţakka Jesús vini mínum
Fara efst