Innlent

Vikulegri útgáfu Kjarnans hætt

Samúel Karl Ólason. skrifar
Vísir/Valgarður
Útgáfa vikulegs fréttatímarits Kjarnans verður hætt og snýr miðillinn sér að rekstri fréttavefs. Fréttatímarit Kjarnans hefur komið út alls 58 sinnum.

„Í stað þess að koma í stórum skammti á hverjum fimmtudegi ætlum við héðan í frá að vera hluti af daglegu fjölmiðlaneyslumynstri lesenda okkar,“ skrifar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í pistli á heimasíðu miðilsins.

Þá segir hann að fleiri breytingar á starfseminni verði kynntar á næstu vikum, en þær miði að því að fjölga leiðum til að koma efni til lesenda Kjarnans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×