Viktor hitađi upp fyrir Trevor Noah: „Frekar góđur uppistandari, ţađ verđur ekki af honum tekiđ“

 
Lífiđ
15:30 20. MARS 2017
Viktor er ađ reyna fyrir sér í leiklistinni vestanhafs.
Viktor er ađ reyna fyrir sér í leiklistinni vestanhafs.

„Heyrðu þetta gekk bara rosa vel, vonum framar jafnvel,“ segir leiklistarneminn og knattspyrnumaðurinn Viktor Jónsson sem hitaði upp fyrir sjónvarpsmanninn Trevor Noah á uppistandi síðastliðinn föstudag. 

Trevor Noah er þáttastjórnandi The Daily Show en þessi Suður-Afríkumaður tók við þættinum árið 2015 af Jon Stewart.

„Ég fékk heilt yfir góð viðbrögð frá fólki. Trevor Noah mætti á síðustu stundu þannig það var ekkert hægt að spjalla. Hann tók bara í höndina á okkur sem voru að hita upp fyrir sig svo fór hann á svið. Hann er frekar góður uppistandari, það verður ekki af honum tekið.“

Viktor er í skóla í Miami og það á fullum fótboltastyrk.


Viktor í leik međ skólaliđinu.
Viktor í leik međ skólaliđinu. VÍSIR

„Húsið opnaði snemma eða um hálf sex og byrjaði á uppistandi frá nokkrum aðilum og ég var einn af þeim. Svo rétt áður en Trevor Noah steig á svið þá var ég hluti af þrjátíu mínútna Improv sýningu ásamt fólki sem ég vinn með í Improv fyrirtæki. Það var uppselt en staðurinn tekur tvö þúsund manns.“

Uppistandið fór fram í Rick Case Arena í Nova Southeastern University sem er í Fort Lauderdale.

„Ég er að læra leiklist og alþjóðleg samskipti ob byrjaði í skólanum árið 2013 og var fenginn hingað fyrir fótbolta en ég er á fótboltastyrk og hef spilað öll fjögur árin með háskólaliðinu. Þegar ég byrjaði í skólanum var engan veginn planið að verða einhver leikari. Ég átti hinsvegar val um alls konar valfög og fyrstu önnina valdi ég leiklist bara af því ég hélt það yrði skemmtilegt. Síðan þá hef ég tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum innan og utan skóla. Ég mun útskrifast í Maí og planið er að halda áfram í leiklist.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Viktor hitađi upp fyrir Trevor Noah: „Frekar góđur uppistandari, ţađ verđur ekki af honum tekiđ“
Fara efst