Handbolti

Víkingar unnu fyrir Bogdan

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings. vísir/anton
Víkingur steig skref í átt að Olís-deild karla í kvöld.

Þá vann liðið sigur, 27-21, á Fjölni í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild.

Staðan í hálfleik var 12-8 fyrir Víking sem gaf forskotið aldrei eftir þó svo Fjölnir hefði aðeins náð að pressa á liðið í síðari hálfleik. Magnús Erlendsson var frábær í marki Víkings í kvöld.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast upp í Olís-deildina.

Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari og þjálfari Víkings, var heiðursgestur á leiknum og fékk að sjá Víkingssigur áður en hann heldur af landi brott á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×