Íslenski boltinn

Víkingar gera þriggja ára samning við Ragnar Braga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson. Vísir/Eyþór
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrrum leikmaður með Kaiserslautern í Þýskalandi, mun spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar því hann mun yfirgefa Árbæinn og færa sig aðeins neðar í Elliðarádalnum.

Knattspyrnudeild Víkings og Knattspyrnudeild Fylkis hafa komist að samkomulagi um félagaskipti leikmannsins Ragnars Braga Sveinssonar úr Fylki í Víking.

Ragnar Bragi sem fæddur er árið 1994 á að baki 62 leiki og 8 mörk í deild og bikar fyrir Fylki og á þar að auki 5 leiki fyrir U19 ára landslið Íslands og 7 leiki og 2 mörk fyrir U17 ára landsliðið. Hann var á árunum 2011 til 2014 hjá þýska félaginu Kaiserslautern.

„Víkingur lýsir ánægju með að hafa gert þriggja ára samning við þennan öfluga leikmann,“ segir í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkinga.

Ragnar Bragi Sveinsson var með tvö mörk og eina stoðsendingu í 17 leikjum með Fylki í Pepsi-deildinni 2016. Hann kom aftur til Fylkis eftir að hafa verið hjá þýska liðinu Kaiserslautern frá 2011 til 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×