Íslenski boltinn

Víkingar að missa Tómas og Halldór Smára

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Halldór Smári í baráttunni við Finn Orra Margeirsson, leikmann Breiðabliks.
Halldór Smári í baráttunni við Finn Orra Margeirsson, leikmann Breiðabliks. vísir/daníel
Spútniklið Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta er að missa tvo sterka varnarmenn á næstu dögum og vikum, en þeir Halldór Smári Sigurðsson og TómasGuðmundsson eru á leið í nám erlendis.

Tómas fer 5. ágúst og á aðeins eftir leikinn gegn Keflavík í undanúrslitum Borgunarbikarsins í Keflavík á miðvikudagskvöldið, en Halldór Smári fer utan 21. ágúst og getur verið með gegn Keflavík í bikarnum og svo Fylki og ÍBV í næstu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni.

Halldór Smári hefur verið fastamaður í liði Víkings í sumar, en hann hefur spilað ellefu af þrettán leikjum liðsins í deildinni og tvo af þremur bikarleikjum. Tómas hefur glímt við meiðsli á tímabilinu og aðeins komið við sögu í þremur deildarleikjum og jafnmörgum bikarleikjum.

Báðir voru í byrjunarliðinu í gærkvöldi þegar Víkingur vann Fram, 3-0, á Laugardalsvellinum, en þar skoraði Tómas sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann skallaði boltann í netið á 86. mínútu leiksins.

Víkingar stefna að því að styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar, en tveir Búlgarar eru á reynslu hjá liðinu. Annar heitir IliyanGarov og er þrítugur sóknarmaður og hinn er 32 ára varnarmaður sem heitir VentsislavIvanov.

Tómas (annar frá hægri) á einn leik eftir með Víkingum.vísir/daníel

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×