Innlent

Víkingalottó: Langstærsti happdrættisvinningur Íslandssögunnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Íslendingur fékk 262 milljónir í Víkingalottói kvöldsins.
Íslendingur fékk 262 milljónir í Víkingalottói kvöldsins. vísir/vilhelm
Íslendingur og Norðmaður voru með allar aðaltölurnar réttar og skipta með sér 1. vinningi og fær hvor þeirra tæpar 262 milljónir króna í vinning. Íslenski miðinn var keyptur hjá N1 Stórahjalla, Kópavogi og er þetta langstærsti vinningur sem hefur komið á einstakan miða hérlendis.

Miði sem er í áskrift var með fimm réttar tölur auk bónustölu þ.e. hinn alíslenska bónusvinning og fær eigandi hans rétt tæpar 10,7 milljónir í sinn hlut.

Fjórir miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá 100 þúsund kall í vinning, tveir miðanna voru keyptir í 10-11, Dalvegi 20, Kópavogi og tveir eru í áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×